Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 19:22
Atli Arason
Í fyrsta skipti í áratug sem leikmaður skorar þrennu gegn Liverpool í deildinni
Ollie Watkins kom til Aston Villa frá Brentford fyrir tímabilið
Ollie Watkins kom til Aston Villa frá Brentford fyrir tímabilið
Mynd: Aston Villa
Nú stendur yfir leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og staðan í hálfleik er staðan 4-1 fyrir Villa.

Ollie Watkins, hinn 25 ára gamli framherji Aston Villa skoraði þrennu á einungis 37 mínútum í fyrri hálfleik leiksins.
Liverpool liðið hefur ekki verið þekkt fyrir að leka inn mörkum, hvað þá þegar einn andstæðingur þeirra skorar þrjú mörk gegn þeim. Þetta hefur ekki skeð í ensku úrvalsdeildinni síðan 17. september 2010 þegar Dimitar Berbatov gerði þrjú mörk í 3-2 sigri Manchester United gegn Liverpool á Old Trafford. Neðst í fréttinni má sjá sögufræga þrennu Berbatov gegn Liverpool.

Squawka Football tölfræði veitan greinir frá þessu á Twitter.

Jurgen Klopp og hans menn hafa þó seinni 45 mínúturnar til að laga stöðuna og viðhalda 100% byrjun Liverpool liðsins á þessu tímabili.




Athugasemdir
banner