Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 04. október 2020 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Watkins: Ég átti að skora meira
Ollie Watkins skoraði þrennu í sögulegum 7-2 sigri Aston Villa á Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég á erfitt með að trúa þessu. Það er frábært að skora eitt mark en ég bjóst aldrei við að skora þrjú," sagði Watkins að leikslokum.

„Sjálfstraustið jókst eftir fyrsta markið en ég hefði átt að skora meira miðað við færin sem ég fékk. Ég myndi veðja á sjálfan mig þegar kemur að því að nýta nokkur af þessum færum sem ég klúðraði.

„Við vitum að þeir spila með háa varnarlínu og leikplanið var einfaldlega að senda boltann fyrir aftan þá og loka á sendingaleiðir þeirra á miðsvæðinu. Við vorum fullir sjálfstrausts fyrir leikinn en bjuggumst klárlega ekki við að vinna 7-2."


Watkins var keyptur til Aston Villa fyrir um 30 milljónir punda í september og er ánægður með sitt nýja félag. Hann kom frá Brentford.

„Ross (Barkley) og Jack (Grealish) eru frábærir. Við erum ekki búnir að vera lengi saman en tengingin er til staðar, við náum vel saman."

Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir