PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 04. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Endrick um gagnrýnina: Gæti ekki verið meira sama
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá því hann samdi við Real Madrid, en honum segist vera slétt sama um gagnrýni sem kemur utan frá.

Þessi 18 ára framherji hefur skorað tvö mörk fyrir Real Madrid á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað.

Hann byrjaði sinn fyrsta leik á dögunum er Madrídingar töpuðu fyrir Lille í Meistaradeildinni.

Endrick hefur verið gagnrýndur fyrir ákvörðunartöku í leikjum, en hann segist ekki sjá þessa gagnrýni.

„Ég sé ekkert, svona ef ég á að vera hreinskilinn. Svona er fótbolti. Einn daginn skorar þú og allir eru spenntir, en svo tapar þú og þeir hrauna yfir þig. Þetta gerðist fyrir mig þegar ég var hjá Palmeiras og ég lærði bara að hætta að sjá. Ég ýti á þennan litla „skiptir ekki máli“ takka. Ég hlusta bara á ráð þjálfarans eða liðsfélaga minna, því það er það eina sem skiptir máli. Mér gæti ekki verið meira sama um það sem kemur utan frá,“ sagði Endrick við TNT.

Endrick er talinn einn allra hæfileikaríkasti leikmaður Brasilíu síðan Neymar kom fram á sjónarsviðið og hefur þegar spilað ellefu leiki og skorað þrjú mörk fyrir A-landslið Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner