Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 04. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Fiorentina tekur á móti Milan
Sjöunda umferðin í Seríu A á Ítalíu verður spiluð um helgina.

Antonio Conte og félagar í Napoli byrja tímabilið vel og eru sem stendur á toppnum en liðið mætir í dag nýliðum Como á Diego Armando-Maradona leikvanginum í Napolí.

Íslendingarnir í Venezia, þeir BJarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson, mæta Hellas Verona í seinni leik kvöldsins.

Á morgun fara Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce í heimsókn til Udinese. Evrópudeildarmeistarar Atalanta mæta Genoa á meðan Ítalíumeistarar Inter spila við Torino.

Á sunnudag mætast Juventus og botnlið Cagliari. Albert Guðmundsson verður í liði Fiorentina sem mætir AC Milan í Flórens en alla leikir helgarinnar má sjá hér fyrir neðan.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
16:30 Napoli - Como
18:45 Verona - Venezia

Laugardagur:
13:00 Udinese - Lecce
16:00 Atalanta - Genoa
18:45 Inter - Torino

Sunnudagur:
10:30 Juventus - Cagliari
13:00 Bologna - Parma
13:00 Lazio - Empoli
16:00 Monza - Roma
18:45 Fiorentina - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir