Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Betur til þess fallnir að spila í Pepsi Max-deildinni
Lengjudeildin
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru Keflavík og Leiknir sem fara upp úr Lengjudeildinni eftir að hanni var slaufað í síðustu viku vegna kórónuveirufaraldursins.

Þessi tvö lið enduðu efst á meðalfjölda stiga í leik. Leiknir endaði með jafnmörg stig og Fram, en var með betri markatölu.

Fótboltaþjálfarinn Úlfur Blandon var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag þar sem hann var spurður út í liðin sem eru að fara upp.

„Það er óvissa með sóknarleikinn. Þau eru bæði búin að vera með frábæra sóknarmenn. Vuk (Oskar Dimitrijevic) er að fara í FH og maður veltir því fyrir sér hvernig horfir við fyrir Leikni. Er Sævar Atli á þeim stað að hann verður frábær í Pepsi Max-deildinni? Það sama með Joey Gibbs í Keflavík, er hann að fara að skora tíu mörk í Pepsi Max-deildinni?" sagði Úlfur og bætti við: „Þetta er svona stærsta spurningin."

„En heilt yfir, ef við tölum fyrst um Leiknisliðið. Þá er feykilega mikil stemning og þessir leikmenn sem eru þarna fyrir eru tilbúnir að ganga ansi langt fyrir félagið sitt."

„Ef maður horfir á Fjölnisliðið vs Leiknisliðið í dag þá held ég að Leiknir sé töluvert betur í stakk búið að halda sér uppi með þennan mannskap sem hefur spilað saman í fjölda mörg ár, á meðan Fjölnisliðið var að búa til nýtt lið og missti marga af sínum sterkustu leikmönnum."

„Ef maður horfir á Keflavík, þá fannst mér þeir vera að spila einn allra besta fótboltann í deildinni ásamt Leikni. Þeir eru vel að þessu komnir með feykilega skemmtilega hugmyndafræði. Þeir héldu boltanum vel, gríðarleg færsla og mikil hreyfing. Mér finnst Keflavík algerlega eiga þetta skilið. Ég hlakka mikið til að sjá þá í Pepsi Max-deildinni. Hvort hópurinn sé nægilega sterkur eða ekki, ég veit það ekki."

„Alla vega verður það þannig að þeir ætla sér eitthvað. Keflavík langar ekki að fara niður með sama hætti og þeir gerðu síðast."

Það eru margir skemmtilegir fótboltamenn að koma upp með þessum tveimur liðum.

„Algjörlega. Það er mikið af uppöldum leikmönnum sem hafa fengið að láta ljós sitt skína í Lengjudeildinni. Fyrir mína parta er ég mjög spenntur. Þessir leikmenn sem eru í þessum liðum í dag eru betur til þess fallnir að spila í Pepsi Max-deildinni en leikmennirnir í liðunum sem fóru upp á síðasta ári. Þeir eru ungir, búnir að sanna og búnir að spila lengi saman."

„Ég er mjög spenntur að sjá nokkra einstaklinga í þessum liðum. Ég er spenntur að sjá Joey (Gibbs) í Keflavík og ég er sérstaklega spenntur að sjá Sævar Atla í efstu deild," sagði Úlfur.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hérna.
Útvarpsþátturinn - Fótboltinn blásinn af
Athugasemdir
banner
banner