Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Rúst hjá Valerenga - Cloe Eyja Lacasse skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga, norska liðið sem Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með, er komið áfram í 2. umferð Meistaradeildarinnar.

Vålerenga valtaði yfir Klaksvik, 7-0 í dag. Ingibjörg var allan tímann á varamannabekk norska liðsins.

Í Grikklandi tók PAOK á móti portúgalska liðinu Benfica sem Cloe Eyja Lacasse spilar með.

Cloe og stöllur hennar sigruðu leikinn 1-3 og skoraði Cloe annað mark liðsins. Cloe er fyrrum leikmaður ÍBV og er hún með íslenskan ríkisborgararrétt. Hún hefur þó ekki leikið landsleik þar sem hún bjó, eða hefur ekki búið nægilega lengi á Íslandi.

Benfica og Vålerenga eru ásamt Val, sem vann HJK í dag, komin áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Dregið verður í þá umferð á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner