Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. nóvember 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Riðlakeppnin hálfnuð eftir kvöldið
Man Utd hefur farið afar vel af stað í Meistaradeildinni.
Man Utd hefur farið afar vel af stað í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu heldur áfram að rúlla í dag, miðvikudag.

Það eru átta leikir á dagskrá, rétt eins og voru í gær. Það hefjast tveir leikir klukkan 17:55 og hinir sex leikirnir verða flautaðir á klukkan 20:00.

Eftir leiki kvöldsins verður riðlakeppnin hálfnuð og öll lið búin að leika þrjá leiki.

Manchester United hefur farið afar vel af stað og unnið báða leiki sína, en liðið getur farið langleiðina með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Istanbul Basaksehir á útivelli í kvöld. Í sama riðli eigast PSG og RB Leipzig við.

Barcelona og Man Utd eru einu liðin sem eru að spila í kvöld sem hafa unnið báða leiki sína til þess. Hér að neðan má sjá alla leiki kvöldsins í keppninni.

Með því að smella hérna er hægt að skoða stöðuna í riðlunum.

miðvikudagur 4. nóvember

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group F
17:55 Zenit - Lazio
20:00 Club Brugge - Dortmund

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group E
20:00 Chelsea - Rennes (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Sevilla - FK Krasnodar

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group G
20:00 Ferencvaros - Juventus
20:00 Barcelona - Dynamo K.

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group H
17:55 Istanbul Basaksehir - Man Utd (Stöð 2 Sport 4)
20:00 RB Leipzig - PSG (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner