Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 04. nóvember 2020 23:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósáttur við Bjarna Jó og helstu samstarfsmenn - „Lægsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hjörvar Hafliðason ræddi við Mikael Nikulásson nú í kvöld í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Mikael var í símaviðtali í kjölfarið á þjálfaraskiptum Njarðvíkinga en Mikka var tilkynnt í dag að hans krafta yrði ekki óskað lengur í Njarðvík.

Sjá einnig:
Mikael: Þetta er bara hnífsstunga

Bjarni Jóhannsson er orðaður við stöðuna hjá Njarðvík og ræddi Hjöbbi við Mikka út í mögulega ástæðu brottreksturins.

„Bjarni Jóhannsson er að fara taka við liðinu, það er það sem við heyrum," sagði Hjöbbi.

„Það er eina ástæðan fyrir því að ég fékk þetta símtal í dag. Við þurfum ekki að vera í neinum feluleikjum. Þú minntist á þetta í þættinum fyrir mánuði síðan eða svo. Ég hló þá því ég bjóst ekki við svona vinnubrögðum. Hvorki frá Bjarna, ég tala hreint út, né neinum í Njarðvík og sérstaklega ekki mínum helstu samstarfsmönnum þar. Ég veit að þetta er ekki Gylfi Þór Gylfason (formaður) en ég bjóst ekki við þessu frá mínum helstu samstarfsmönnum. Ég hló þegar þú sagðir þetta á sínum tíma," sagði Mikki.

„Ég get orðað það þannig að ef minn stórvinur Sammi [Samúel Samúelsson formaður Vestra] hefði endursamið við Bjarna þá værum við ekki í þessu símtali núna. Það er sorglegt finnst mér. Bjarni mun gera fína hluti með þetta lið örugglega og er að fá frábært bú í hendurnar, það segir sig sjálft. Draumastarf fyrir hann að taka núna. Ég hef ekki heyrt í Bjarna en að gera þetta svona. Rekið mig ef það er eitthvað að eða árangurinn er eitthvað lélegur en þetta er lægtsta sem ég hef séð á mínum ferli, jafnvel í lífinu."

Hjörvar spurði Mikka svo hvort hann væri tilbúinn að taka við öðru liði í 2. deildinni.

„Já. Ég var búinn að setja allt næsta tímabil fyrir Njarðvík. Var í viðræðum við flotta leikmenn og við vissum nákvæmlega hvað við þyrftum að gera til að vinna deildina á næsta ári og til að fara með þetta lið í fyrstu deild og gera hluti með þetta lið í fyrstu deild. Ekki vera í botnbaráttu, bjarga sér í síðasta leik eða skítfalla. Það var markmiðið sem var rifið úr höndunum á mér áðan."

„Það er nóvember núna, ég er í fríi núna, menn velja sér góðan tíma (í að tilkynna breytta stöðu), þú veist hvernig Mike vinnur. Þú veist hvernig Mike er, þú myndir ekki vilja mæta mér einn á móti einum og því er hringt og tilkynnt þegar ég er kominn til Spánar. Ég veit að það var byrjað að ræða þetta á föstudaginn. Þjálfarar eru reknir en ekki þegar það eru engar ástæður. 'Við ákváðum að taka upp viðræður við annan þjálfara'. Já ok. Þú vinnur ekki svona að mínu mati,"
sagði Mikki.

Nálgast má Dr. Football þáttinn hér.
Athugasemdir
banner
banner