Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   mán 04. nóvember 2024 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Lazio vann níu leikmenn Cagliari
Bulaye Dia
Bulaye Dia
Mynd: EPA

Lazio lagði níu leikmenn Cagliari af velli í ítölsku deildinni í kvöld. Boulaye Dia kom Lazio yfir strax í upphafi leiksins.

Zito Luvumbo jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiksins.

Lazio fékk vítaspyrnu þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og Mattia Zaccagni kom liðinu yfir. Stuttu síðar fékk Yerry Mina, varnarmaður Cagliari, sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að stöðva skyndisókn.

Michael Adopo var ekki sáttur með dóminn og fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli og Cagliari því manni færri á lokamínútunum en fleiri mörk voru ekki skoruð.


Nýliðar Como töpuðu gegn Empoli en liðið hefur ekki unnið í fimm síðustu leikjum.

Þá vann Genoa kærkominn sigur en liðið hafði ekki unnið síðan í 2. umferð þegar Andrea Pinamonti tryggði liðinu sigur á Parma í kvöld.

Empoli 1 - 0 Como
1-0 Pietro Pellegri ('47 )

Lazio 2 - 1 Cagliari
1-0 Boulaye Dia ('2 )
1-1 Zito Luvumbo ('41 )
2-1 Mattia Zaccagni ('76 , víti)
Rautt spjald: ,Michel Adopo, Cagliari ('78)Yerry Mina, Cagliari ('78)

Parma 0 - 1 Genoa
0-1 Andrea Pinamonti ('79 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner