Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham og Haaland brjálaðir yfir dómgæslunni - „Hefur hagrætt úrslitum áður"
Jude Bellingham í leiknum í kvöld
Jude Bellingham í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Jude Bellingham og Erling Braut Haaland létu þýska dómarann Felix Zwayer heyra það í viðtali eftir 3-2 tap Borussia Dortmund gegn Bayern München í deildinni í kvöld.

Leikmenn Dortmund vildu fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þá sérstaklega þegar Lucas Hernandez fór í Marco Reus innan teigs en ekkert var dæmt og atvikið ekki skoðað í VAR.

Haaland segir að dómarinn hafi verið hrokafullur og hafi ekki haft þörf fyrir því að skoða atvikið.

„Þetta var dómaraskandall. Þetta var augljóst víti hjá Reus og ég spurði af hverju hann skoðaði ekki atvikið. Hann sagði að það væri engin þörf á því eins og hann væri hrokafullur.. Nei, ég þarf að slaka á og passa mig en hann var alla vega hrokafullur," sagði Haaland við Viaplay.

Bellingham, liðsfélagi Haaland, tók undir þessi orð og furðaði sig á því af hverju Zwayer hafi fengið að dæma stærsta leikinn í Þýskalandi miðað við sögu hans. Zwayer var blandaður inn í stóran skandal árið 2005 þar sem úrslitum í þýsku B-deildinni var hagrætt.

„Þú getur horft á margar ákvarðanir í þessum leik en við hverju býstu þegar þú gefur dómara, sem hefur hagrætt úrslitum áður, stærsta leikinn í Þýskalandi," sagði Bellingham.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner