Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: fotbollskanalen 
Sonur Zlatan mætti á landsliðsæfingu hjá U15
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Vincent Seger Ibrahimovic er 15 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic og er hann uppalinn hjá AC Milan.

Hann spilar fyrir akademíuna hjá Milan og hefur verið að gera góða hluti þar, sem hafa leitt til þess að hann fékk boð á æfingu hjá U15 landsliði Svíþjóðar.

Það er mikið fjölmiðlafár fyrir æfinguna enda eru Svíar ólmir að fylgjast með Vincent Ibrahimovic, sem þeir vona að verði næsta stjarna sænska landsliðsins.

Vincent spilar sem miðjumaður og er talinn vera afar hæfileikaríkur. Hann má þó ekki tala við fjölmiðla, það er ákvörðun sem Zlatan og teymið í kringum hann tók varðandi strákinn. Vincent þarf að hafa pláss og frelsi til að þróa sinn leik á eðlilegan hátt, án alls fjölmiðlafárs.

Sjáðu myndband frá æfingu U15 landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner