Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 05. janúar 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde segir brottvísun De Jong hafa „eyðilagt mikið fyrir"
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn Espanyol í nágrannaslag í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Barcelona var 1-0 undir í hálfleik, en kom til baka á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks og breytti stöðunni í 2-1. Espanyol jafnaði á 88. mínútu eftir að Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, hafði fengið sitt annað gula spjald.

De Jong var vikið af velli á 74. mínútu leiksins.

„Það eyðilagði mikið fyrir okkur," sagði Valverde eftir leik. „Við vorum nálægt því að komast í 3-1, en þetta endaði svona eins og þetta gerði."

De Jong var keyptur frá Ajax fyrir 75 milljónir evra fyrir þetta tímabil. Hann hefur hingað til komið við sögu í öllum deildarleikjum Barcelona á leiktíðinni, en það mun núna breytast vegna leikbanns.

Barcelona og Real Madrid eru jöfn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, en Börsungar eru fyrir ofan á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner