Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 05. janúar 2022 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkur félög hleyptu ekki mönnum í verkefnið
Icelandair
Brynjar Ingi ekki valinn.
Brynjar Ingi ekki valinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patirk gæti spilað sinn fyrsta landsleik.
Patirk gæti spilað sinn fyrsta landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag 23ja manna hóp fyrir janúarverkefni karlalandsliðsins. Liðið spilar gegn Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu 15. janúar.

Sjá einnig:
Janúarhópur Íslands - Tíu sem hafa ekki spilað landsleik
Arnar flýtir sér hægt í leit að aðstoðarmanni

Fótbolti.net ræddi við Arnar um hópinn. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því var ekki hægt að velja leikmenn í stærstu deildum Evrópu.

„Það eru félög sem eru að æfa og að spila sem eðlilega gefa ekki kost á því að leikmenn taki þátt í þessu verkefni. Við vitum af gefinni reynslu að Noregur og Svíþjóð er auðveldast. Danirnir eru margir hverjir að byrja eða byrjaðir að æfa," sagði Arnar.

„Í Danmörku er það líka þannig að vetrarfríið er styttra heldur en í Svíþjóð og Danmörku. Leikmenn eru kannski búnir að spila mikið af leikjum rétt fyrir jól og félögin vilja frekar að leikirnir fari ekki í þetta verkefni. Það er mjög eðlilegt og við erum í raun mjög þakklátir fyrir þau félög sem svara okkur og þau félög sem eru tilbúin að lána okkur leikmenn sína í þetta verkefni."

Aron Elís hvílir
Arnar staðfesti að félög eins og AGF, FC Kaupmannahöfn, FC Midtjylland og Vålerenga hafi ekki hleypt sínum mönnum í verkefnið.

„Við sendum „release" á mjög mörg félög fyrir svona verkefni, til að sjá hverjir væru mögulegir í þetta verkefni. Það var ekkert sem kom mér á óvart varðandi leikmenn sem við gátum ekki valið, frekar alveg öfugt - ég var mjög þakklátur hve margir fengu leyfi til að koma. Til dæmis gaf OB leyfi á að Aron Elís Þrándarson myndi koma í verkefnið en hann er bara að jafna sig eftir erfitt tímabil fyrir jól. Það var mjög jákvætt hvað við erum að fá marga leikmenn í þetta."

„Við erum að fá tvo leikmenn sem eru á samningi í Englandi, það er ekki sjálfgefið að Millwall og Brentford losi Patta [Patrik Sigurður Gunnarsson] og Jón Daða [Böðvarsson] í svona verkefni."


Get ekki svarað fyrir Brentford
Út frá þessu, er alveg ljóst að Patrik sé ekki að fá hlutverk hjá Brentford í janúar?

„Ég get ekki svarað fyrir Brentford. Ég er mjög þakklátur að þeir sáu kostina í því að láta Patta spila. Hvað hans hlutverk verður hjá Brentford - ég hef enga vitund um það," sagði Arnar.

Nánar var rætt við Arnar og koma inn fleiri fréttir seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner