Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 12:37
Elvar Geir Magnússon
BBC: Man Utd ætlar að ráða annan bráðabirgðastjóra en Fletcher
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Mynd: EPA
Darren Fletcher.
Darren Fletcher.
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hyggst Manchester United ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og sá stjóri muni ekki verða Darren Fletcher.

Fletcher muni næsta leik liðsins, gegn Burnley á miðvikudag. Annar aðili taki síðan við út tímabilið og félagið áætli svo að ráða stjóra til frambúðar næsta sumar.

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, er samkvæmt veðbönkum talinn líklegastur til að verða stjóri United til frambúðar.

Spurning er hver gæti verið hugsaður sem bráðabirgðastjóri hjá Manchester United en Michael Carrick og Ruud van Nistelrooy voru áður í því hlutverki og gætu komið til greina aftur.

Rúben Amorim var rekinn í morgun. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar eftir að hafa endað sögulega lágt á síðasta tímabili, eða í fimmtánda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner