Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   mán 05. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Amorim er ekki nógu góður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jamie Carragher fótboltasérfræðingur á Sky Sports tjáði sig eftir jafntefli Manchester United gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Carragher ræddi ummælin sem Amorim sagði fyrir og eftir leik, þar sem hann lýsti óbeint yfir óánægju með starfið sem er unnið á bakvið tjöldin hjá Man Utd.

Amorim vill nýja leikmenn til að bæta hópinn en stjórnin er ekki reiðubúin til að kaupa þá í janúar og vill bíða til næsta sumars. Amorim er til dæmis talinn hafa verið ósáttur þegar Manchester City vann kapphlaupið um Antoine Semenyo, sem ætti að skipta yfir til félagsins á næstu dögum.

Eftir jafnteflið gegn Leeds sagði Amorim á fréttamannafundi að hann hafi verið ráðinn til Man Utd sem stjóri félagsins, ekki þjálfari. Samkvæmt skilgreiningunni sinnir stjóri ekki eingöngu þjálfunarhlutverki, heldur kemur hann einnig að ákvörðunum sem snúa að framtíð félagsins svo sem félagaskiptum.

   04.01.2026 17:00
Amorim: Kom hingað til að vera stjóri, ekki þjálfari


„Ég tel hann (Amorim) ekki vera í stöðu til að véfengja fólkið sem réði hann í starfið. Hann er ekki búinn að vera nógu góður til þess. Hann er ekki nógu góður til að þjálfa Manchester United. Eins og staðan er í dag þá er hann varla hæfur til að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni," sagði Carragher meðal annars í útsendingu Sky Sports.

„Það geta verið tvær mögulegar ástæður fyrir því að hann lætur svona ummæli falla. Annað hvort snýst þetta um að honum líður eins og hann sé ekki að fá nægan stuðning frá stjórnendum í janúarglugganum, eða að yfirmenn hans séu byrjaðir að efast um hvort hann sé rétti maðurinn í starfið.

„Þegar það var loksins byrjað að líta út fyrir að hann væri að ná árangri með að skipta um leikkerfi þá breytti hann því aftur til baka í fimm manna varnarlínu með agalegri niðurstöðu. Frammistaða liðsins gegn Wolves var ein sú versta sem við höfum séð gegn botnliði deildarinnar á fyrri hluta tímabilsins."


Man Utd deilir fimmta sæti deildarinnar með Chelsea þar sem bæði lið eiga 31 stig eftir 20 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner