Hinn 19 ára gamli Cole Campbell hefur verið lánaður innan Þýskalands frá Borussia Dortmund til Hoffenheim.
Lánið er út tímabilið en í sammingnum er klásúla um möguleg kaup.
Campbell spilaði með FH og Breiðabliki hér á landi en hann gat valið á milli þess að spila með íslenska og bandaríska landsliðinu og valdi að lokum það síðarnefnda. Hann fæddist í Houston, Texas, en móðir hans er íslensk.
„Cole er hæfileikaríkur kantmaður sem getur bætt sig enn frekar. Við höfum fylgst grannt með honum í nokkuð langan tíma. Hann er með hraða og gæði einn gegn einum. Hann getur verið notaður á ýmsan hátt á vængjunum," segir Andreas Schicker, íþróttastjóri Hoffenheim.
Lánið er út tímabilið en í sammingnum er klásúla um möguleg kaup.
Campbell spilaði með FH og Breiðabliki hér á landi en hann gat valið á milli þess að spila með íslenska og bandaríska landsliðinu og valdi að lokum það síðarnefnda. Hann fæddist í Houston, Texas, en móðir hans er íslensk.
„Cole er hæfileikaríkur kantmaður sem getur bætt sig enn frekar. Við höfum fylgst grannt með honum í nokkuð langan tíma. Hann er með hraða og gæði einn gegn einum. Hann getur verið notaður á ýmsan hátt á vængjunum," segir Andreas Schicker, íþróttastjóri Hoffenheim.
Welcome to Hoffenheim, Cole ???? pic.twitter.com/99IR6Yvmvz
— TSG Hoffenheim EN (@tsghoffenheimEN) January 5, 2026
Athugasemdir


