Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Flick: García einn af allra bestu markvörðum heims
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona svaraði spurningum eftir sigur í nágrannaslagnum gegn Espanyol um helgina.

Staðan var markalaus í opnum, jöfnum og skemmtilegum slag þar sem bæði lið klúðruðu algjörum dauðafærum áður en Börsungar skoruðu loks á 86. mínútu. Þeir innsigluðu sigurinn fjórum mínútum síðar svo lokatölur urðu 0-2.

Flick hrósaði Espanyol fyrir góða frammistöðu og þakkaði Joan García markverði fyrir að bjarga Börsungum á nokkrum mikilvægum augnablikum í leiknum.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá verðskulduðum við ekki sigurinn. Ég verð að þakka Joan García fyrir útaf því að hann stóð sig ótrúlega vel, hann er einn af allra bestu markvörðum heims í dag," sagði Flick.

„Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur og var lykilmaður í sigrinum í kvöld"

Barcelona keypti García einmitt frá Espanyol síðasta sumar fyrir 25 milljón evra riftunarákvæði. Hann er 24 ára gamall og á eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Spánarmeistarar Barca eru á toppi spænsku deildarinnar sem stendur, með fjögurra stiga forystu á Real Madrid. Lærlingar Flick eiga 49 stig eftir 19 umferðir.

Þeir snúa einbeitingunni þó að spænska ofurbikarnum næstu daga þar sem liðið mætir Athletic Bilbao í undanúrslitum á miðvikudaginn. Mótið fer fram í Sádi-Arabíu, líkt og ítalski ofurbikarinn.

   03.01.2026 21:44
Sjáðu atvikið: Joan García hrinti Martín fyrir skotið

Athugasemdir
banner
banner