Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 11:18
Elvar Geir Magnússon
Garnacho ánægður með brottrekstur Amorim
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho líkar við Instagram færslu þar sem tilkynnt er að Rúben Amorim hafi verið rekinn frá Manchester United.

Þessi 21 árs Argentínumaður yfirgaf Old Trafford síðasta sumar og gekk í raðir Chelsea eftir að samband hans við Amorim hafði ekki verið gott.

Garnacho og Amorim náðu engan veginn saman og leikmaðurinn leyndi ekki óánægju sinni í viðtali eftir að hafa verið á bekknum þegar United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því á Instagram í morgun að Amorim væri búinn að taka pokann sinn og Garnacho er meðal þeirra sem hafa sætt 'læk' við þá færslu. Hann er ánægður með tíðindin.
Mynd: Skjáskot

Er rétt ákvörðun hjá Man Utd að láta Amorim taka pokann sinn?
Athugasemdir
banner
banner