Alejandro Garnacho líkar við Instagram færslu þar sem tilkynnt er að Rúben Amorim hafi verið rekinn frá Manchester United.
Þessi 21 árs Argentínumaður yfirgaf Old Trafford síðasta sumar og gekk í raðir Chelsea eftir að samband hans við Amorim hafði ekki verið gott.
Garnacho og Amorim náðu engan veginn saman og leikmaðurinn leyndi ekki óánægju sinni í viðtali eftir að hafa verið á bekknum þegar United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Þessi 21 árs Argentínumaður yfirgaf Old Trafford síðasta sumar og gekk í raðir Chelsea eftir að samband hans við Amorim hafði ekki verið gott.
Garnacho og Amorim náðu engan veginn saman og leikmaðurinn leyndi ekki óánægju sinni í viðtali eftir að hafa verið á bekknum þegar United tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því á Instagram í morgun að Amorim væri búinn að taka pokann sinn og Garnacho er meðal þeirra sem hafa sætt 'læk' við þá færslu. Hann er ánægður með tíðindin.

Athugasemdir



