Fréttamaðurinn mikilsvirti Florian Plettenberger hjá Sky í Þýskalandi segir að Nuno Espírito Santo sé kominn á allra síðasta séns hjá stjórnendum West Ham.
Hamrarnir eiga heimaleik við Nottingham Forest í fallbaráttunni og mun tap í honum eða slök frammistaða og jafntefli verða til þess að Nuno verður rekinn úr þjálfarastólnum.
Nuno tók við West Ham í lok september eftir að Graham Potter var rekinn og eru stjórnendur Hamranna tilbúnir til að reka annan þjálfara í leit sinni að rétta manninum í starfið.
David Moyes stýrði félaginu í fjögur og hálft ár áður en hann var rekinn fyrir sumarið 2024. Julen Lopetegui entist í rúmlega hálft ár áður en Potter var ráðinn í starfið.
West Ham tekur á móti Nottingham Forest annað kvöld, þar sem Nuno mætir sínum fyrrum lærisveinum í Forest sem leika nú undir stjórn Sean Dyche.
Athugasemdir



