Miðvörðurinn goðsagnakenndi Thiago Silva er búinn að skrifa undir samning við portúgalska stórveldið FC Porto, sem gildir út tímabilið en inniheldur möguleika á eins árs framlengingu.
Silva er 41 árs gamall og enn í fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur. Hann var lykilmaður í sterku liði Fluminense í brasilíska boltanum í fyrra en hann býr yfir mikilli reynslu úr Evrópu eftir að hafa verið lykilmaður og fyrirliði í þremur af stærstu félagsliðum álfunnar.
Silva var varafyrirliði á dvöl sinni hjá AC Milan og Chelsea en hann var fyrirliði PSG í tæplega átta ár.
Hann var lykilmaður í sterku landsliði Brasilíu en hefur ekki spilað landsleik síðan á HM 2022. Silva bar fyrirliðaband Brasilíu á mótinu og vill byrja að spila aftur fyrir landsliðið eftir að Carlo Ancelotti tók við þjálfun.
Silva vonast til að vinna sér inn sæti í landsliðshópi Brasilíu fyrir HM í Norður-Ameríku næsta sumar. Það yrði í fimmta sinn sem Silva fer með landsliðinu á HM.
Þetta er í annað sinn sem Thiago Silva gengur til liðs við Porto, eftir að hafa leikið fyrir B-lið félagsins tímabilið 2004-05.
History always finds its way back ??
— FC Porto (@FCPorto) January 5, 2026
Bem-vindo à tua casa, Thiago ???? pic.twitter.com/RZnnm4SnM1
Athugasemdir



