Borussia Mönchengladbach er búið að krækja sér í japanska miðvörðinn Kota Takai á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið.
Takai er 21 árs gamall og kemur á láni frá Tottenham en hann hefur ekki fengið tækifæri hjá liðinu frá komu sinni síðasta sumar.
Tottenham borgaði um 5 milljónir punda til að kaupa Takai úr röðum Kawasaki Frontale en hann er með fjóra A-landsleiki að baki fyrir Japan þrátt fyrir ungan aldur.
Takai vonast til að fá spiltíma hjá Gladbach en liðið er í neðri hluta þýsku deildarinnar með 16 stig eftir 15 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir



