Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   fös 05. mars 2021 13:30
Enski boltinn
Bragðarefurinn Tuchel búinn að snúa gengi Chelsea við
„Það er frábært hvernig Tuchel hefur komið inn í þetta. Liðið hefur fengið tvö mörk á sig í tíu leikjum, unnið átta og gert tvö jafntefli. Þetta er fáránlega vel gert hjá honum," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Chelsea hefur klifrað upp töfluna undanfarnar vikur eftir að Tuchel tók við stjórnartaumunum af Frank Lampard í janúar. Í gær náði Chelsea að vinna Liverpool 1-0 á útivelli.

„Mér fannst leikurinn í gær frábærlega vel upplagður. Hann lokkaði Liverpool eins framarlega og hann gat í pressuna. Hann lét leikmenn eins og Christiansen, Azpilicueta og Rudiger fá mikla ábyrgð í að halda boltanum aftast. Þegar mómentið kom létu þeir vaða fram þar sem Werner, Mount og Ziyech voru beittir fram á við og áttu sín augnablik. Fyrir mér var þetta 10 af 10 hjá Tuchel."

„Tuchel er mikill bragðarefur í taktík og þessi strúktur sem hann hefur búið til í kringum liðið varnarlega er að gera gæfumuninn fyrir mína menn þessa dagana."

Orri Freyr Rúnarsson sagði: „Ég held að Chelsea hafi dottið í lukkupottinn með því að fá Tuchel og ég held að hann sé betri þjálfari en Lampard að öllu leyti. Hann er meðal þeirra allra fremstu í heiminum. Ef hann heldur vel á spilunum og fær réttu leikmennina þá kæmi mér ekki á óvart ef Chelsea verður í titilbaráttu á næsta tímabili."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner