Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Alex Bergmann Arnarsson er nýgenginn til liðsins og spilaði vel í þessum leik.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 1 Njarðvík
„Þetta er bara gott stig á erfiðum útivelli, Grótta eru erfiðir andstæðingar, vel drillaðir og skipulagðir. Þannig þetta var bara virkilega heiðarlegt stig."
Eins og komið hefur fram er Alex nýgengin til liðsins en hver eru þá markmiðin þetta tímabilið í Lengjudeildinni?
„Mín markmið er bara, það væri fínt að skora fyrsta mark með meistaraflokki. En okkar markmið sem lið er bara að gera tilkall að þessu umspilssæti."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir