Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 05. júní 2023 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Postecoglou tekur við Tottenham
Grikkinn Ange Postecoglou er að taka við sem stjóri Tottenham. Frá þessu greinir Sky Sports.

Búið er að ná samkomulagi um helstu aðalatriðin en enn á eftir að staðfesta tíðindin. Ange hefur verið aðalskotmark Tottenham í smá tíma eftir að fyrstu kostir höfnuðu möguleikanum á að taka við.

Hann hefur stýrt Celtic í tvö ár; vann skosku deildina tvisvar, bikarinn einu sinni og deildabikarinn tvisvar. Á nýliðnu tímabili vann Celtic þrennuna.

Postecoglou er 57 ára. Hann er fæddur í Grikklandi en fór fimm ára til Ástralíu og lék fjóra leiki fyrir ástralska landsliðið á sínum leikmannaferli. Hann þjálfaði svo landsliðið á árunum 2013-2017. Áður en hann tók við Celtic hafði hann stýrt Yokohama í Japan, fjórum liðum í Ástralíu og einu í Grikklandi.

Tottenham hefur verið í stjóraleit í talsverðan tíma. Antonio Conte var látinn fara í vetur og var jafnvel vitað fyrir þá ákvörðun að skipt yrði um stjóra í sumar.

Arne Slot og Julian Nagelsmann voru á undan Postecoglou á óskalista Tottenham.
Athugasemdir
banner