„Augljóslega hæstánægður með að ná í 3 stig. En það sem að ég tek helst úr þessum leik er það að fólk hafði gert mikið úr því að Nacho og Alvaro hafa ekki spilað og að við höfum ekki verið að skora. Fólk hefur sagt að við séum ekki gott lið án þeirra, sem að mér fannst mikil vanvirðing við aðra leikmenn liðsins,'' sagði Gregg Ryder þjálfari Þórs eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í Inkasso deild karla.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Fram
„Við sýndum að við erum mjög gott lið og skoruðum 3 góð mörk. Frammistaða liðsins var góð, gegn öflugu liði. Mér fannst við blása á efasemdarraddir í dag.''
Jökull Steinn Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið í dag, sem hafði óneitanlega áhrif á leikinn en Gregg var fullur sjálfstrausts frá upphafi: „Ég sá ekki hvað gerðist, allir í kringum mig sagði að þetta hefði verið pottþétt rautt. En fyrir rauða spjaldið áttum við þrjú mjög góð færi, svo að mér fannst við vera ofan á í leiknum.''
Aðspurður um hvenær Nacho Gil og Alvaro Montejo gætu komið aftur inní leikmannahóp liðsins sagði Gregg: „Nacho gæti komið til baka í næstu viku og Alvaro vonandi fljótlega eftir það.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























