Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 05. júlí 2020 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: HK með fullt hús eftir sigur á Egilsstöðum
Mynd: Bernhard Kristinn
Fjarðab/Höttur/Leiknir 0 - 4 HK
0-1 Emma Sól Aradóttir ('5)
0-2 Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir ('89)
0-3 María Lena Ásgeirsdóttir ('92)
0-4 Emma Sól Aradóttir ('95

HK gerði góða ferð á Egilsstaði í 2. deild kvenna er liðið mætti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. í dag.

Emma Sól Aradóttir kom HK yfir eftir fimm mínútur og var staðan 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Hún var það lengi vel í seinni hálfleiknum, alveg fram á 89. mínútu. Þá gengu gestirnir á lagið og skoruðu þrjú mörk áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 3-0 og hefur HK unnið fyrstu þrjá leiki sína. Fjarðab/Höttur/Leiknir hafði unnið báða leiki sína fyrir þetta tap í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner