Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Rossi næsti þjálfari Fiorentina?
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: Getty Images
Daniele De Rossi er fyrsti kostur til að taka við sem næsti þjálfari Fiorentina samkvæmt Sky Italia.

Giuseppe Iachini stýrir Fiorentina þessa stundina en þeir sem stjórna hjá félaginu vilja fá De Rossi fyrir næstu leiktíð.

De Rossi hætti að spila fótbolta í janúar á þessu ári eftir fimm mánaða dvöl hjá argentíska félaginu Boca Juniors.

Hinn 36 ára gamli De Rossi hefur enga reynslu af þjálfun, en hann var mjög fær leikmaður. Hann var í 18 ár hjá Roma og spilaði einnig 117 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Hann varð Heimsmeistari með Ítalíu 2006.

Fiorentina er í 14. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá fallsvæðinu þegar níu leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner