Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 05. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City nælir í fyrirliða Barcelona (Staðfest)
Manchester City hefur krækt í Vicky Losada, sem hefur verið fyrirliði Barcelona undanfarið.

Losada var fyrirliði Barcelona á síðustu leiktíð en var þrátt fyrir það ekki í mjög stóru hlutverki er liðið vann þrennuna; spænsku úrvalsdeildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina. Liðið var í raun óstöðvandi.

Hún talaði um það eftir tímabilið að hún vildi komast í burtu. „Þetta ár hefur verið erfitt fyrir mig og ég hef ekki fengið traust frá þjálfaranum," sagði Losada við FourFourTwo.

Hún hefur núna gert tveggja ára samning við Manchester City, sem hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Losada, sem er þrítug, er goðsögn hjá Barcelona en hún þekkir enska boltann vel eftir að hafa spilað með Arsenal fyrir nokkrum árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner