Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Kominn tími á nýja áskorun og að stíga út fyrir þægindarammann"
'Fjölnir er uppeldisfélagið mitt og ég hef verið þar alla mína ævi'
'Fjölnir er uppeldisfélagið mitt og ég hef verið þar alla mína ævi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir hjá Fram.
Skrifaði undir hjá Fram.
Mynd: Fram
'Dóri stóð sig vel og ég bakkaði hann upp allt tímabilið en vissulega svekkjandi ár fyrir mig'
'Dóri stóð sig vel og ég bakkaði hann upp allt tímabilið en vissulega svekkjandi ár fyrir mig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'amkeppni er góð og gerir alla betri, bæði mig og hann'
'amkeppni er góð og gerir alla betri, bæði mig og hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson gekk fyrr í þessum mánuði í raðir Fram frá uppeldisfélaginu Fjölni. Sigurjón Daði er 24 ára og á að baki 135 KSÍ leiki með Fjölni. Hann lék á sínum tíma 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann ræddi við Fótbolta.net um skiptin í Fram og ýmislegt annað.

Fram stóð upp úr
„Það er mjög góð tilfinning að vera mættur í Fram. Þetta er spennandi skref og það hefur verið tekið vel á móti mér. Það sem heillaði mest var metnaðurinn í kringum liðið, umgjörðin góð, frábært þjálfarateymi og góðir leikmenn. Ég fann að þetta væri umhverfi þar sem ég get bætt mig sem markmaður. Jú, það voru nokkrir aðrir kostir í boði, en Fram stóð upp úr," segir Sigurjón.

Erfitt að fara
Var erfitt að fara frá Fjölni?

;,Já, það var klárlega erfitt. Fjölnir er uppeldisfélagið mitt og ég hef verið þar alla mína ævi. Ég á þar fullt af góðum minningum, tengslum og fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir. En á sama tíma fann ég að það var kominn tími á nýja áskorun og að stíga út fyrir þægindarammann."

Vonar að Fjölnir pakki 2. deild saman næsta sumar
Hvernig horfir þú til baka á tímabilið 2025 með Fjölni?

„Ég glímdi við meiðsli stóran hluta tímabilsins og náði því aldrei að spila hundrað prósent heill. Var að glíma við þrjú beinbrot; ristarbrot, olnbogabrot og nefbrot, ásamt fleiri vöðvameiðslum."

„Við vorum líka óheppnir með meiðsli á fleiri lykilmönnum og reynslumiklum leikmönnum þannig það var margt sem féll ekki með okkur."


Hvernig heldur þú að það verði að fylgjast með Fjölni næsta sumar?

„Það verður skrítið að fylgjast með Fjölni utan vallar, en ég held alltaf með þeim og vona að þeir pakki þessari 2. deild saman."

Heilt yfir hvernig fannst þér tíminn hjá Fjölni, ertu sáttur með það hlutverk sem þú fékkst?

„Heilt yfir var tíminn minn hjá Fjölni mjög góður. Ég lærði mikið, bæði innan og utan vallar."

Fannst hann ekki eiga skilið að dúsa á bekknum
Tímabilið 2024 varstu til vara fyrir Halldór Snæ Georgsson, hvernig fékkstu að vita að hann yrði númer eitt og langaði þig ekkert að fara þá?

„Árið 2024 vissi ég á undirbúningstímabilinu að ég væri að fara í góða samkeppni við Dóra. Ég var búinn að standa mig vel tímabilin þrjú á undan en fékk að vita það seint á glugga degi að þeir ætluðu að spila Dóra, þannig það var engin tími til að skoða það að fara annað."

„Maður þurfti smá að bíta í súra eplið. En Dóri stóð sig vel og ég bakkaði hann upp allt tímabilið en vissulega svekkjandi ár fyrir mig."


Hefðir þú viljað sjá Fjölni tækla þetta öðruvísi?

„Ég hefði viljað fá að vita þetta löngu fyrr til þess að hafa möguleika að fara eitthvað annað. Ég var ekki búinn að standa mig illa fyrir þetta og fannst ég ekki eiga skilið að dúsa á bekknum í Lengjudeildinni á þessum tíma á mínum ferli."

Ætlar að berjast fyrir sínu sæti
Fyrsti leikur Sigurjóns með Fram var gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu.

„Það var smá sérstök tilfinning að spila fyrsta leikinn fyrir Fram á móti uppeldisfélaginu, smá stress en bara gaman. Ég reyndi að pæla lítið í því þegar leikurinn var kominn í gang."

Hvað langar þig að afreka með Fram?

„Markmiðið er fyrst og fremst að verða betri markmaður og hjálpa liðinu að ná árangri. Ég vil berjast fyrir mínu sæti, vera traustur þegar á reynir og leggja mitt af mörkum bæði innan og utan vallar."

Þú ert að fara í samkeppni við Viktor Frey Sigurðsson sem átti frábært tímabil, hvernig líst þér á það?

„Mér líst vel á það. Samkeppni er góð og gerir alla betri, bæði mig og hann. Viktor er geggjaður og átti frábært tímabil. Ég kem hingað til að leggja hart að mér og reyna nýta þau tækifæri sem ég fæ," segir Sigurjón.
Athugasemdir
banner
banner