Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 05. ágúst 2024 22:26
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-2 gegn Víking á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Við náðum ekki í seinni hálfleik að halda boltanum innan liðsins og nýta svæðin milli varnar og miðju. Eins og menn vita, ef þú kemst í gegnum fyrstu pressuna hjá Víking þá er mönnum allir vegir færir. Við gerðum það betur í fyrri hálfleik, við náum ekki að gera það nógu vel í seinni hálfleik. Kannski voru of margir í mínu liði sem að vildu ekki fá boltan. Það svona varð þess valdandi að við fengum ekki þau úrslit sem við vildum. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti í seinni hálfleik þegar Ekroth tekur Sigga (Sigurð Bjart) niður þegar Bjössi (Björn Daníel) er farinn. Svo fengum við þarna dauðafæri til að jafna leikinn, en það gekk ekki upp í dag. Svo er erfitt að vinna jafn gott lið og Víking ef þú ert að gefa auðveld mörk."

FH er í 4. sæti deildarinnar, jafnir Val á stigum sem er í 3. sæti. Fyrir þennan leik höfðu þeir verið taplausir 6 leiki í röð og því er FH aðallega að horfa upp fyrir sig til að blanda sér í toppbaráttuna.

„Við erum alltaf að horfa upp á við, það er það sem alvöru sigurvegarar gera, þeir horfa upp á við. Við erum í þeirri stöðu að við erum að búa til gott lið sem er samkeppnishæft og það tekur tíma. Svo ertu líka með það að einhversstaðar á leiðinn þá eru hindranir, þetta er ekki bara bein leið. Þá þurfum við að læra af þeim hindrunum og koma sterkari til baka."

Finnur Orri Margeirsson hefur ekki spilað leik síðan í maí, hann var á bekknum í dag og því styttist eitthvað í hann.

„Hann ætti að geta spilað fótbolta eftir kannski vonandi viku, 10 daga. Ég vildi taka hann með í hópinn í dag því hann er bara mikilvægur þessum hóp, topp drengur, og flottur karakter, er alltaf tilbúinn að hjálpa. Það er gott að hafa svoleiðis menn í hóp."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner