Roma ætlar að styrkja miðjuna sína enn frekar eftir að Enzo Le Fée gekk til liðs við félagið frá Rennes í síðasta mánuði.
Félagið vill fá Boubakary Soumare frá Leicester en La Gazzetta dello Sport greinir frá því að hann muni líklega ekki fá mörg tækifæri þar sem Wilfried Ndidi og Harry Winks eru á undan honum í goggunarröðinni.
Soumare, sem er 25 ára gamall Frakki, var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 34 leiki.
Leicester vill fá 15 milljónir evra fyrir hann en Roma er tilbúið að selja Edoardo Bove fyrir 12 milljónir evra til að fjármagna kaupin á Soumare. Fiorentina hefur sýnt honum áhuga.
Athugasemdir