Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate eftir sigur á Íslandi: Bland í poka
Icelandair
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, fer ánægður með þrjú stig frá Íslandi.

Í viðtali við Sky Sports eftir leikinn sagði hann: „Þessi leikur var bland í poka. Við byrjuðum mjög vel og vorum mjög flottir fyrstu 20 mínúturnar. Markið sem var tekið af okkur hefði líklega átt að standa og það hefði gefið okkur mikið."

„Eftir það vorum við góðir fram að síðasta þriðjungi. Það er langt síðan við spiluðum síðast saman og það sást þegar kom að því að skapa færi."

„Það var lykilaugnablik í leiknum þegar Kyle Walker var rekinn af velli. Það er erfitt að vinna leik tíu gegn ellefu. Þetta rauða spjald var algjör óþarfi."

„Við fáum svo vítaspyrnu. Krafturinn í Raheem og þráin var til fyrrimyndar. Við fáum svo vítaspyrnu á okkur og það er eitthvað sem við verðum að læra af. Við förum héðan með sigurinn og það er mjög mikilvægt, en tilfinningin er svona eins og við höfum sloppið með þau."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner