Landsleikur Svartfjallalands gegn Íslandi á morgun verður fyrsti leikur Svartfellinga síðan markvörður liðsins, Matija Sarkic, varð brákvaddur aðeins 26 ára gamall. Hann fékk hjartabilun þegar hann var í sumarfríi með kærustu sinni.
Sarkic var besti maður Svartfjallalands í síðasta landsleik sínum, 2-0 tapi gegn Belgíu í vináttulandsleik í júní en lést tíu dögum eftir leikinn. Hann var markvörður enska liðsins Millwall og átti sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Svartfellingar eiga heimaleik gegn Wales á mánudag og verður Sarkic minnst fyrir þann leik
Sarkic var besti maður Svartfjallalands í síðasta landsleik sínum, 2-0 tapi gegn Belgíu í vináttulandsleik í júní en lést tíu dögum eftir leikinn. Hann var markvörður enska liðsins Millwall og átti sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Svartfellingar eiga heimaleik gegn Wales á mánudag og verður Sarkic minnst fyrir þann leik
Í Athletic var tilfinningaríkt viðtal við tvíburabróður hans, Oliver. Þar sagði hann frá því að hann sá bróður sinn í síðasta sinn þegar hann var svaramaður í brúðkaupinu hans. Matija Sarkic hafði fengið leyfi til að sleppa leik gegn Georgíu til að vera viðstaddur brúðkaupið.
„Það er ótrúleg minning að eiga. Við vorum alltaf saman. Það var enginn Matija án Oliver og enginn Oliver án Matija. Við vorum saman í pakka, hann var helmingurinn af mér. Ég mun alltaf eiga frábærar minningar af honum en ég vildi að við gætum eignast fleiri," segir Oliver.
Fóru úr hæstu hæðum og niður á botninn
Oliver fékk símtalið erfiða frá föður sínum sem tilkynnti honum um andlát bróður hans. Hann og unnusta hans yfirgáfu brúðkaupsferðina og héldu heim til að vera viðstödd jarðarför Matija.
„Hér er hefðin sú að bræður leggja bróður sinn ofan í kistuna. Ég og annar bróðir okkar ásamt starfsmönnum líkhússins lögðum Matija rólega ofan í kistuna. Hann var klæddur í landsliðstreyjuna. Við hittum alla sem höfðu verið í brúðkaupinu okkar. Á einni viku fórum við úr hæstu hæðum og eins lágt niður og hægt var."
Daginn eftir var minningarathöfn sem var skipulögð af fótboltasambandi Svartfjallalands og var forseti þjóðarinnar á meðal viðstaddra.
Matija Sarkic fæddist á Englandi en faðir hans var sendiherra Svartfjallalands á Bretlandseyjum. Móðir hans er bresk. Á ferlinum kom hann við hjá ýmsum liðum enska boltans og lék meðal annars fyrir Stoke og Birmingham. Þá var hann í herbúðum Wolves þar sem hann og varnarmaðurinn Max Kilman mynduðu sterk vinabönd.
Athugasemdir