Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Smalling rekur á eftir Man Utd: Vill fara aftur til Roma
Mynd: Getty Images
Chris Smalling átti frábært tímabil að láni hjá Roma á síðustu leiktíð og er félagið að reyna að kaupa hann af Manchester United.

Rauðu djöflarnir hafa hingað til hafnað tilboðum frá Roma sem þeir telja vera alltof lág, en Smalling er þrítugur miðvörður með tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd.

Rómverjar eru sagðir vera pirraðir á hvernig Man Utd hefur komið fram í viðræðum um félagaskipti Smalling.

Smalling sjálfur hefur látið skýrt í ljós að hann vilji skipta yfir í Róm og hefur biðlað til stjórnarinnar um að leyfa sér að fara.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og bætir því við að félögin séu nálægt því að komast að samkomulagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner