Í dag fer fram einn stærsti leikur síðari ára í fótboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.
Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.
Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.
Við á Fótbolta.net fengum Kristínu Dís Árnadóttur, varnarmann Breiðabliks, til að sýna okkur frá degi í lífi sínu núna í vikunni fyrir leik. Hún fékk DJI Osmo Action í hendurnar og notaði hana í gegnum daginn.
Í myndbandinu hér að ofan fáum við að skyggnast á bak við tjöldin hjá Kristínu sem er lykilkona í liði Blika. Við fáum meðal annars skemmtilegt innlit á æfingu hjá Breiðabliki þar sem við fylgjumst meðal annars með æsispennandi sláarkeppni.
Leikurinn á eftir fer af stað klukkan 16:15 á Hlíðarenda. Sláum áhorfendametið, allir á völlinn!
Athugasemdir