Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 04. október 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram einn stærsti leikur síðari ára í fótboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.

Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.

Við á Fótbolta.net fengum Jasmín Erlu Ingadóttur, leikmann Vals, til að sýna okkur frá skemmtilegum degi í sínu lífi í sumar. Hún fékk DJI Osmo Action í hendurnar og notaði hana í gegnum daginn.

Í myndbandinu hér að ofan fáum við smá innlit á æfingu hjá Val og svo fór hún ásamt nokkrum liðsfélögum sínum í golf. Útkoman var býsna skemmtileg.

Í fyrramálið birtum við svo svipað myndband sem Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, tók upp.

Leikurinn á morgun fer af stað klukkan 16:15 á Hlíðarenda. Sláum áhorfendametið, allir á völlinn!
Athugasemdir
banner