Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 04. október 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram einn stærsti leikur síðari ára í fótboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.

Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.

Við á Fótbolta.net fengum Jasmín Erlu Ingadóttur, leikmann Vals, til að sýna okkur frá skemmtilegum degi í sínu lífi í sumar. Hún fékk DJI Osmo Action í hendurnar og notaði hana í gegnum daginn.

Í myndbandinu hér að ofan fáum við smá innlit á æfingu hjá Val og svo fór hún ásamt nokkrum liðsfélögum sínum í golf. Útkoman var býsna skemmtileg.

Í fyrramálið birtum við svo svipað myndband sem Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, tók upp.

Leikurinn á morgun fer af stað klukkan 16:15 á Hlíðarenda. Sláum áhorfendametið, allir á völlinn!
Athugasemdir
banner
banner