Breiðablik tekur á móti Fram á Kópavogsvelli í kvöld klukkan 19:15.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá seinasta deildarleik. Inn koma í byrjunarliðið, þeir Anton Logi Lúðvíksson og Kristófer Ingi Kristinsson. Óli Valur Ómarsson og Tobias Thomsen fá sér þannig sæti á bekknum.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir enga breytingu frá síðasta deildarleik gegn Val, þar sem þeir fóru með 2-0 sigur af hólmi, enda engin ástæða til þess að breyta sigurliði.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir enga breytingu frá síðasta deildarleik gegn Val, þar sem þeir fóru með 2-0 sigur af hólmi, enda engin ástæða til þess að breyta sigurliði.
Athugasemdir