Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kewell fluttur til Víetnam (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Víetnamska stórliðið Hanoi FC er búið að ráða Ástralann Harry Kewell til starfa sem nýjan þjálfara aðalliðsins.

Hanoi er sigursælasta lið í sögu efstu deildar í Víetnam. Félagið hefur unnið deildina sex sinnum og lent sjö sinnum í öðru sæti.

Hanoi endaði í öðru sæti í fyrra, átta stigum á eftir Nam Dinh sem hefur unnið deildina síðustu tvö ár í röð og er í heildina með þrjá meistaratitla frá stofnun deildarinnar fyrir 45 árum.

Gamli þjálfari Hanoi var rekinn á dögunum eftir ömurlega byrjun á nýju deildartímabili í Víetnam, en liðið er búið að vinna tvo síðustu leiki sína í röð undir stjórn bráðabirgðaþjálfara. Liðið er aðeins komið með 8 stig eftir 6 umferðir.

Kewell tekur við Hanoi eftir að hafa verið rekinn frá Yokohama í Japan í fyrra, en hann hefur einnig þjálfað Barnet, Oldham Athletic, Crawley Town og Notts County í ensku neðri deildunum.

Kewell er frægur um allan heim eftir að hafa verið lykilmaður í skemmtilegu liði Leeds United á árunum 1996 til 2003, áður en hann var keyptur til Liverpool.

Auk þess skoraði Kewell 17 mörk í 58 landsleikjum með Ástralíu. Hann var vinstri kantmaður að upplagi og spilaði einnig oft í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann.

   17.07.2024 06:00
Harry Kewell rekinn frá Yokohama




Athugasemdir
banner