Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 05. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Már í tapliði - FCK marði Avarta án Ragga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjósson var í byrjunarliði Astana í vandræðalegu tapi gegn Taraz í efstu deild í Kasakstan.

Þetta var annað tap Astana í röð og er liðið svo gott sem búið að missa af Karpaty Almaty sem trónir á toppi deildarinnar. Astana á leik til góða en er 17 stigum eftir toppliðinu.

Til samanburðar er Taraz skammt fyrir ofan fallsvæðið og því afar merkileg úrslit í Kasakstan.

Taraz 1 - 0 Astana
1-0 S. Nyuiadzi

Ragnar Sigurðsson var þá ekki í hóp er FC Kaupmannahöfn marði neðrideildarlið Avarta og komst áfram í næstu umferð danska bikarsins. Þar mun liðið mæta Álaborg sem tapaði úrslitaleik bikarsins á síðustu leiktíð.

Raggi er að ná sér aftur af meiðslum og gæti verið klár í slaginn fyrir næstu leiki.

FCK hefur ekki farið sérlega vel af stað í danska boltanum og er með 10 stig eftir 7 umferðir. 9 stiganna hafa komið úr síðustu 4 leikjum.

Avarta 1 - 2 FC Kaupmannahöfn
1-0 M. Walter ('5)
1-1 V. Fischer ('42)
1-2 V. Fischer ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner