Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 05. desember 2020 19:22
Victor Pálsson
England: Frábær endurkoma Man Utd í seinni hálfleik tryggði sigur
West Ham 1 - 3 Manchester United
1-0 Tomas Soucek('38)
1-1 Paul Pogba('65)
1-2 Mason Greenwood('68)
1-3 Marcus Rashford('78)

Manchester United bauð upp á frábæra endurkomu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti West Ham á London Stadium.

Man Utd gerði breytingar eftir 3-1 tap gegn PSG í Meistaradeildinni og byrjuðu þeir Marcus Rashford og Bruno Fernandes á bekknum.

West Ham var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði Tomas Soucek eina markið á fyrstu 45 eftir hornspyrnu.

Allt annað Man Utd lið kom þó til leiks í þeim seinni en Fernandes og Rashford komu þá báðir inná sem varamenn og létu til sín taka.

Fyrsta mark gestanna skoraði Paul Pogba á 65. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig eftir sendingu frá Fernandes.

Stuttu seinna var staðan orðin 1-2 en Mason Greenwood kom þá boltanum snyrtilega í netið eftir fyrirgjöf frá Alex Telles.

Það var svo Rashford sem kláraði leikinn algjörlega fyrir Man Utd á 78. mínútu en hann afgreiddi þá magnaða stungusendingu Juan Mata í netið á skemmtilegan hátt.

Lokastaðan 1-3 fyrir Rauðu Djöflunum sem lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner