Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 05. desember 2021 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Árni kveður Fjölni - Verður leikmaður Stjörnunnar
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Fjölni.

Allavega miðað við færslu á samfélagsmiðlum er það raunin. „Takk fyrir mig Fjölnir," skrifar Jóhann Árni við myndir sem hann birtir á Instagram.

Ungstirnin greindu fyrst frá því að leikmaðurinn væri á leið í Stjörnuna og sú er raunin samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Fyrir síðasta tímabil var hann orðaður við bæði ÍA og Fylki. Hann hefur einnig verið orðaður við KR upp á síðkastið, en Stjarnan er að vinna kapphlaupið um hann.

Jóhann Árni er tvítugur miðjumaður sem á að baki nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur verið einn besti leikmaður Fjölnis síðustu ár.

Hann spilaði 20 leiki í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í lið ársins.

Ágúst Gylfason tók nýverið við Stjörnunni. Hann er fyrrum þjálfari Fjölnis meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner