Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. desember 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umdeild ákvörðun á Villa Park - Strangar reglur
Það var brotið á Kasper Schmeichel.
Það var brotið á Kasper Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

Ezri Konsa skoraði bæði mörk Villa og kom sigurmarkið snemma í seinni hálfleiknum. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik.

Heimamenn virtust vera að taka forystuna rétt fyrir leikhlé þegar Jacob Ramsey kom boltanum í netið, en markið var dæmt af; brotið var á Kasper Schmeichel, markverði Leicester, sem var með hendi á boltanum. Þetta var mjög umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt.

Stuðningsfólk Aston Villa var allt annað en sátt þar sem Schmeichel var ekki með mikla stjórn á boltanum.

Reglurnar eru hins vegar mjög strangar þegar kemur að þessu og samkvæmt reglunum var þetta rétt ákvörðun, þó það megi auðvitað deila um hvort breyta eigi reglunum.

Hægt er að sjá myndband af markinu hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner