Manchester United hefur sent njósnara til að fylgjast með tveimur leikmönnum Porto; vinstri bakverðinum Francisco Moura og framherjanum Samu Omorodion.
Það er Daily Mail sem segir frá en Rúben Amorim, stjóri Manchester United, er sagður spenntur fyrir þessum tveimur leikmönnum.
Það er Daily Mail sem segir frá en Rúben Amorim, stjóri Manchester United, er sagður spenntur fyrir þessum tveimur leikmönnum.
Þeir voru báðir í eldlínunni gegn Casa Pia, fyrrum félagi Amorim, á mánudagskvöld.
Omorodion var sterklega orðaður við Chelsea síðasta sumar en hann endaði á því að skrifa undir hjá Porto. Hann hefur komið af 14 mörkum í 16 leikjum með Porto og þar á meðal skoraði hann tvö gegn Man Utd í Evrópudeildinni í október.
Moura hefur lagt upp þrjú mörk í átta deildarleikjum á yfirstandandi tímabili. Vinstri bakvarðarstaðan hefur verið mikið vandamál fyrir Man Utd á þessu tímabili.
Athugasemdir