Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 06. janúar 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harrington yfirgefur KR - Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írinn Christopher Harrington var ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR í haust eftir að hafa þjálfað kvennalið Fram frá árinu 2020. Hann yfirgefur nú KR þar sem hann er að fara þjálfa í Noregi, tekur við sem aðstoðar- og styrktarþjálfari karlaliðs Egersund, EIK. EIK leikur í þriðju efstu deild Noregs.

Christopher var þar á undan hjá B71 í Færeyjum eftir að hafa starfað hjá Þór/KA og Hömrunum á Akureyri. Hann hefur einnig þjálfað Tindastól ásamt því að hafa starfað sem þjálfari bæði í Bandaríkjunum og á Írlandi.

„Þetta er tækifæri sem er spennandi og eitthvað sem ég get ekki sleppt því að grípa. Draumurinn hefur alltaf verið að vera þjálfari í fulu starfi hjá atvinnumannaliði," segir Christopher.

„Síðustu ár, bæði hjá KR og Fram hafa verið frábær fyrir mig og ég verð ævinlega þakklátur fólkinu hjá báðum félögum fyrir að gefa mér tækifæri á að sýna hvað ég hef fram að færa. Vonandi náði ég að bæta eitthvað með minni veru hjá félögunum, gert eitthvað gott."

„Ég er sérstaklega þakklátur fólkinu og starfsfólkinu hjá KR fyrir að sýna þessu tækifæri skilning og leyfa mér að stökkva á það. Frá því ég kom í KR hef ég notið þess að vera í því umhverfi, vinalegt starfsfólk og félagið frábært. Það er erfitt að kveðja félagið, fólkið og félagið er að gera frábæra hluti og ég hlakka til að fylgjast með framhaldinu hjá þessu sögufræga félagi."

„Að lokum þakka ég aftur fyrir og óska leikmönnum, starfsfólki, stjórn og öllum þeim sem ég hef unnið með góðs gengis,"
sagði Christopher.
Athugasemdir
banner
banner
banner