Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 06. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tíu menn handteknir fyrir að ráðast á þjálfara
Tíu stuðningsmenn Swindon Town hafa verið handteknir fyrir að ráðast á Derek Adams stjóra Bradford City.

Þetta gerðist eftir leik liðanna þann 23 október 2021 sem Bradford sigraði 3-1.

Lögreglan á svæðinu harmar þessa árás og segir að svona hlutir eigi ekki að sjást í kringum fótboltann.

Það er búist við því að fleiri verði handteknir í tengslum við málið.

Swindon er í 5. sæti League 2 á meðan Bradford er í því 12.
Athugasemdir
banner
banner