lau 06. febrúar 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Markalaust í Lundúnaslag Fulham og West Ham
Mynd: Getty Images
Fulham 0 - 0 West Ham
Rautt spjald: Tomas Soucek, West Ham ('90)

Fulham og West Ham skildu jöfn í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur verið að koma mjög á óvart á tímabilinu og er í efri hluta deildarinnar en Fulham er í fallbaráttu.

Það var samt sem áður Fulham sem var sterkari aðilinn í leiknum. Þeir áttu 20 marktilraunir en aðeins tvær þeirra fóru á rammann og engin þeirra inn í markið. Fulham hefur átt í vandræðum með að skora mörk en liðið er aðeins búið að skora 17 mörk í 21 leik.

Niðurstaðan var markalaust jafntefli en það dró heldur betur til tíðinda undir lok leiksins þegar Tomas Soucek, besti leikmaður West Ham á tímabilinu, fékk ansi ódýrt rautt spjald. Hann rak höndina í andlitið á Aleksandar Mitrovic sem féll í jörðina. Það var ekki mikið í þessu og meira að segja Mitrovic virtist reyna að biðla til dómarans að gefa honum ekki rauða spjaldið. Samt sem áður, eftir langa VAR skoðun, fór rauða spjaldið á loft.

Lokatölur í þessum leik 0-0. West Ham er í fimmta sæti með 39 stig. Fulham er í 18. sæti með 15 stig, átta stigum frá öruggu sæti.

Klukkan 20:00 hefst leikur Manchester United og Everton. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Önnur úrslit í dag:
England: Watkins tryggði Villa sigur á Arsenal
England: Dramatískur sigur Newcastle - Jói Berg skoraði í jafntefli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner