Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   sun 06. febrúar 2022 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atlantic Cup: Ótrúleg endurkoma Blika gegn Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland 3 - 3 Breiðablik
(4-5 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Marrony ('11)
2-0 Victor Lind ('17)
3-0 Victor Lind ('33)
3-1 Kristinn Steindórsson ('53)
3-2 Gísli Eyjólfsson ('82)
3-3 Benedikt Waren ('88)

Vagner Love, fyrrum leikmaður CSKA Moskvu og Besiktas, var í byrjunarliði Midtjylland sem mætti Blikum á æfingamóti í Portúgal í kvöld.

Mið-Jótlendingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þriggja marka mun í leikhlé. Marrony gerði fyrsta mark leiksins og bætti Victor Lind tvennu við fyrir leikhlé. Blikar komu sér í góð marktækifæri en náðu ekki að minnka muninn fyrr en eftir hlé.

Kristinn Steindórsson klóraði í bakkann í upphafi síðari hálfleiks, sem reyndist talsvert jafnari en sá fyrri. Blikar sýndu góða takta á lokakaflanum og náðu að koma til baka til að jafna leikinn.

Gísli Eyjólfsson skoraði og lagði upp á lokamínútunum og mátti minnstu muna að Blikar stælu sigrinum í uppbótartíma þegar þeir komust í skyndisókn fimm gegn tveimur, en hún rann í sandinn.

Þá var farið beint í vítaspyrnukeppni og skoruðu Danir úr fyrstu þremur spyrnunum en klúðruðu þeirri fjórðu. Blikar hins vegar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og tryggðu sér þannig sigur.

Blikar eru því komnir með einn vítaspyrnusigur gegn Midtjylland og sigur gegn varaliði Brentford. Frábær byrjun á þessu æfingamóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner