Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. febrúar 2023 09:53
Elvar Geir Magnússon
Mesta afrek Ten Hag að hafa skapað liðsheild þar sem menn berjast hver fyrir annan
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
„Þegar Erik ten Hag mætti á Old Trafford síðasti sumar var líklegast að leikmenn Manchester United myndu taka hvorn annan hálstaki," segir Chris Wheeler, íþróttarfréttamaður Daily Mail, í pistli í dag.

Þar skrifar hann að eldfimt andrúmsloft hafi ríkt í klefa United þar sem stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo og Paul Pogba hafi verið kóngarnir.

„Sumir leikmenn voru reiðir yfir spiltímanum og aðrir voru að plana að yfirgefa félagið. Ástandið var andstæða þess sem nýr stjóri vill hafa og Ten Hag þurfti að laga hlutina."

„Mesta afrek Ten Hag til þessa hefur verið að gjörbreyta safni sjálfhverfra og svekktra einstaklinga í liðsheild sem er tilbúin að berjast fyrir félagið og hvorn annan. Það hefur hjálpað að losa sig við skemmd epli og kaupa leikmenn sem eru ekki „fávitar". En það þarf sterkan stjóra til að framkvæma það og Ten Hag hefur svo sannarlega verið það," segir Wheeler.

„Í viðtali um helgina sagði Fred frá einni af þremur reglum sem Ten Hag hefur skrifað á vegginn í klefanum: 'Gerðu alltaf allt sem þú getur til að hjálpa liðsfélaga þínum'. - Leikmenn fylgdu því eftir alla leið þegar allt sauð upp úr gegn Crystal Palace. Allir leikmenn nema David de Gea mættu á vettvang þegar Antony endaði utan vallar eftir baráttu við Jeffrey Schlupp."

„Rauða spjaldið sem Casemiro fékk fyrir að taka um hálsinn á Will Hughes skapar vandamál fyrir Ten Hag. En leikmenn hafa sýnt að þeir berjast fyrir hvorn annan. United þarf að vera með þennan baráttuanda í leikjunum tveimur sem eru framundan gegn Leeds, enn frekar fyrst Casemiro mun vanta."
Athugasemdir
banner
banner
banner