Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
   mán 06. apríl 2015 14:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Finnur Orri: Rúnar með hálfgert uppistand
Finnur Orri í leik með Breiðabliki.
Finnur Orri í leik með Breiðabliki.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Maður finnur að það er að myndast góð stemning í bænum. Bærinn fer á ið og menn eru mjög virkir í að styðja liðið," segir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður Lilleström í Noregi.

Lilleström mætir Start á morgun í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Finnur sem hefur undanfarin ár verið lykilmaður hjá Breiðabliki gekk í raðir Lilleström í vetur. Hann segir stuðningsmenn norska liðsins ansi líflega.

„Við höfum verið að spila æfingaleik hérna inni í okkar „Fífu" og stuðningsmennirnir hafa fyllt húsið og sungið og trallað. Það er bara af hinu góðu. Ég er að finna fyrir því að leikmenn bera mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum hérna og öfugt."

„Bærinn er góður. Þetta er smábær fyrir utan Osló og við erum með okkar krúttlega miðbæ. Það er allt til alls hérna og ég og frúin erum búin að koma okkur mjög þægilega fyrir."

Hann segir talsverðan mun á undirbúningstímabilinu í Noregi og heima á Íslandi.

„Það er það. Í grunninn er þetta svipað og æfingarnar stífar en hérna er sett meira púður í þetta. Þetta snýst allt um að vera vel undirbúinn fyrir æfinguna og þá færðu meira út úr henni. Undirbúningstímabilið hér er styttra og það er hrikalega jákvætt, svo er þetta aðeins ákafara en maður þekkir heima," segir Finnur en hvar spá sérfræðingarnir að Lilleström endi?

„Það er verið að spá okkur milli 6. og 12. sæti, um miðja deild. Þetta er samkvæmt spám."

Rúnar Kristinsson tók við Lilleström síðasta haust og segir Finnur skynja það vel hversu mikils metinn hann er þarna úti.

„Í raun og veru meira en maður vissi. Á öllum viðburðum er verið að rifja upp gamla takta frá honum og hann er greinilega enn mjög vel liðinn hjá stuðningsmönnum og er alltaf með hálfgert uppistand þegar hann fær „mækinn" í hendurnar," segir Finnur sem er spenntur fyrir leiknum gegn Start.

„Ég er með þá tilfinningu að ég sé að byrja á þriðjudaginn. Ég hef verið að spila á miðjunni með sænskum leikmanni. Við erum með tvo sitjandi miðjumenn og við myndum það par. Ég hef spilað 90 mínútur í alla leiki síðan ég kom."

Finnur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og má heyra viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner