Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. apríl 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moratti: Inter ætlar að reyna við Messi
Moratti er heiðursforseti Inter. Hér er hann með núverandi forseta félagsins, Erick Thohir.
Moratti er heiðursforseti Inter. Hér er hann með núverandi forseta félagsins, Erick Thohir.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður í sögu Barcelona og jafnvel heimsins. Hann verður 33 ára í júní og eru sextán ár liðin síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Barca.

Messi ræður framtíð sinni sjálfur og getur yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu ef hann kýs. Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter, telur sitt fyrrum félag vera tilbúið til að stökkva á Argentínumanninn knáa ef færi gefst.

„Ég held að Messi sé ekki alltof óraunhæft markmið. Ég er viss um að Inter mun reyna að krækja í hann," sagði Moratti.

„Ég veit ekki hvaða áhrif kórónuveiran mun hafa á leikmannamarkaðinn en ég held að við munum sjá furðulega hluti gerast fyrir árslok."

Moratti hefur alltaf haft miklar mætur á Messi og nokkrum sinnum reynt að fá hann til Inter án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner